Return to site

Man selt og mani skilað

Við höldum oft – göngum jafnvel út frá því – að á Íslandi njóti mannréttindi fólks ríkari verndar  en annars staðar. Fjölmiðlar keppast um að færa okkur þær fréttir að við séum best í heimi – að minnsta kosti miðað við höfðatölu. Árið 2020 var Ísland metið friðsælasta ríki heims, og réttindi barna voru álitin best tryggð á Íslandi. Í nóvember síðastliðnum birtist frétt um að á Íslandi væru fæst Covid-19 smit í Evrópu – miðað við höfðatölu – og þó það met hafi fallið fljótt, stærðum við okkur af því strax í upphafi nýs árs að vera á meðal þeirra þjóða sem þegar væru búnar að bólusetja flesta. 

Ísland, best í heimi

Samkvæmt úttekt Eystrasaltsráðsins frá árinu 2020 er Ísland bæði áfangaland og millilendingarstaður fórnarlamba mansals; fyrst og fremst kynlífsmansals og vinnumansals.